Frábær helgi í vatnaveiðinni.

 

Við höfum heyrt í nokkrum veiðimönnum sem hafa kíkt í vötnin um helgina og allir á því að það sé mikið líf í vötnunum en að sjálfsögðu getur fiskurinn verið mistregur að taka eftir veðri, vindum og ætisframboði.

 

 

Melrakkaslétta – Hraunhafnarvatn

Stefán Ómar Stefánsson kíktí í Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu í um 2 klukkutíma. Hann veiddi bara við veginn og fékk 7 urriða á þessum skamma tíma. Hann tjáði okkur að það virtist vera nóg af silungi í vatninu.

 

Hraunsfjörður

Nökkvi Svavarsson kíktí aðeins í Hraunsfjörðinn og meðan hann var þar var mikið líf og bleikja að vaka um allt vatn. Laxar voru að skvetta sér lengra út í vatni en þetta var þannig stund eins og oft vill verða þegar fiskur er í miklu æti að hann tók engar flugur!  Alveg sama hvaða flugur voru kynntar til leiks, bleikjan bara vildi ekki sjá neinar flugur. Væntanlega hafa einhverjir veiðimenn verið í startholunum þegar bleikjan byrjaði að taka og þá hefur eflaust verið gaman.

 

Skriðuvatn

Arnlaugur Helgason kíkti í Skriðuvatn og veiddi vel vænan urriða. Vatnið gefur öllu jöfnu mikið af rígvænum urriða og gaman að skjótast þangað þegar veiðimenn eru að ferðast austur á land enda liggur vatnið rétt við þjóðveginn. Í næsta nágrenni við Skriðuvatn eru Haugatjarnir en þar er mikið líf þó svo fiskarnir séu e.t.v. minni, en svæðið hentar vel fyrir fjölskylduveiði.

 

Úlfljótsvatni

Sigurður Karlsson er búinn að sanna það fyrir okkur að Úlfljótsvatnið er dottið í gang. Hann er búinn að fá nokkrar feikifallegar bleikjur þar síðustu daga eins og sjá má að myndunum hér fyrir neðan.

 


Bleikjan er mætt í Úlfljótsvatn – þessar morgunveiði fékk Sigurðu í gærmorgun (2. júlí)


Þessa boltableikju fékk Sigurðu fyrir nokkrum dögum.

 

Hítarvatn

Benedikt Þorgeirsson veiðimaður fer mikið til veiða. Hann heldur úti skemmtulegu #INTAGRAMBLOGGI og er notendanafnið hans “holyflyfishing” ef menn vilja fylgjast með veiðiævintýrum hans. Hann fór í veiðiferð í Hítarvatn um helgina með fjölskylduna. Á skömmum tíma, í algjörri stillu, fékk hann um 10 fallega fiska, 6 bleikjur og 4 urriða. Daginn eftir kíkti hann á sama stað, nema þá var byrjar að blása og meiri alda á vatninu. Þá fékk hann ekki eitt högg á þeim stað sem hinir fiskarnir höfðu tekið deginum áður. Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá Benedikt úr Hítarvatnsferðinni.

 


Fallegur afli hjá Benedikt úr Hítarvatni um helgina.

 


Benedikt að vikta aflann með höndunum. Fallegar bleikjur og urriðar.

 


Það vældi í veiðihljólinu nokkrum sinnum hjá Benedikt um helgina. Hægt er að skoða fleiri myndir á intagramreikningi hans HOLYFLYFISHING.

 

Við hvetjum veiðimenn til að nýta þennan skemmtilega tíma á næstu vikum meðan vatnaveiðin stendur sem hæst.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Hörku bleikjuveiði í Kleifarvatni á Reykjanesi
Næsta frétt
The char finally showing up!