Staðsetning:
Hnit: 64° 20.653'N, 15° 15.373'W
Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða frá kl. 10:00 til 22:00.
Veiðitímabil
Hefst 1. apríl og lýkur 30. september.
Þveit - Austuland
Þveit er í Nesjahreppi í Austur-Skaftafellssýslu
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi
Þveit er í um 450 km. fjarlægð frá Reykjavík og um 10 km. frá Höfn í Hornafirði. Vatnið liggur við þjóðveg 1, þannig að aðgangur er auðveldur.
Upplýsingar um vatnið
Vatnið er 0,91 km2 að flatarmáli, 2 m. hæð yfir sjávarmáli. Myllulækur og Skrápslækur renna í vatnið og Þveitarlækur úr því. Fiskgengt er á milli vatns og sjávar þannig að sjóbirtingur á þangað greiða leið.
Veiðisvæðið
Heimilt er að veiða í landi Stórulágar, sem ræður yfir u.þ.b. helmingnum af vatninu. Veiðsvæðið má betur greina á tilfallandi korti.
Gisting
Nýtt tjaldsvæði hefur verið opnað í næsta nágrenni, Tjaldsvæðið Myllulæk. Önnur gisting, Fosshótel Vatnajökli, er í um 2 km. fjarlægð frá Þveit.
Veiði
Í vatninu finnst bleikja, urriði, sjóbirtingur og sjóbleikja.
Agn
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.
Besti veiðitíminn
Góð veiði er allt sumarið. Vorin og haustin gefa þó jafnan best.
Annað
Landeigandi ber enga ábyrgð á tjóni er korthafar Veiðikortsins kunna að verða fyrir, eða öðru sem upp kann að koma í tenglsum við veru veiðimanna á viðkomandi veiðisvæði.
Reglur
Einungis má veiða í landi Stórulágar. Ekki er heimilt að veiða í útfalli Þveitarlækjar, sem er sameign Stórulágar og Stapa. Óheimilt er að vera með hunda við vatnið og notkun báta er óheimil án leyfis landeiganda. Veiðimenn þurfa ekki að skrá sig en vera með Veiðikortið tilbúið til að sýna veiðiverði. Mikið fuglalíf er við vatnið og stranglega bannað er að raska ró þeirra. Jafnframt ber veiðimönnum skylda til að ganga snyrtilega um og aka ekki utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
Veiðivörður
Sigurður Sigfinnsson á Stórulág hefur umsjón með vatninu.
Stórulág er staðsett um 2 km. norður af vatninu. s: 478-1353.