Staðsetning:
Hnit: 66° 2.408'N, 19° 20.023'W

Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða frá kl. 8:00 til 24:00.

Veiðitímabil
Hefst 1. maí og lýkur 20. september.

Sléttuhlíðarvatn - Norðurland

Sléttuhlíðarvatn er mitt á milli Hofsós og Siglufjarðar og liggur rétt við þjóðveginn í landi Hrauns.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Vegalengd frá Reykjavík er um 360 km., 21 km. frá Hofsósi og 50 km. frá Sauðárkróki

Upplýsingar um vatnið

Vatnið er 0,76 km2 að stærð og í 14 m. hæð yfir sjávarmáli.

Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Sléttuhlíðarvatn

Kaupa

Veiðisvæðið

Eingöngu er leyfilegt að veiða í landi Hrauns.  Skilti eru við veiðimörk.

Gisting

Heimilt er að tjalda við vatnið í samráði við veiðivörð auk þess sem hægt er að leigja veiðihús í nágrenni við vatnið.

Veiði

Í vatninu eru bæði sjógengnir og staðbundnir fiskar. Sjóbleikja og urriði veiðast þar í miklu magni.

Agn

Eingöngu er leyfð veiði með flugu, maðk og spóni.

Besti veiðitíminn

Yfirleitt veiðist best í maí og júní, en þó ágætlega allan veiðitímann.

Annað

Landeigandi ber enga ábyrgð á tjóni er korthafar Veiðikortsins kunna að verða fyrir, eða öðru sem upp kann að koma í tenglsum við veru veiðimanna á viðkomandi veiðisvæði.

Reglur

Góð umgengni er skilyrði.  Allur akstur um landið skal vera í samráði við landeigenda.  Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl. Korthafar þurfa að skrá sig á Hrauni og sýna þarf bæði Veiðikortið og persónuskilríki.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Veiðivörður

Magnús Pétursson á Hrauni, GSM: 618-0402