Staðsetning:
Hnit: 65° 58.087'N, 20° 2.966'W

Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn

Veiðitímabil
Veiðitímabilið veltur öllu jöfnu á veðri, en yfirleitt er ekki orðið fært upp að vatni fyrir en seinnihluta maí og stendur veiðitíminn yfirleitt fram í miðjan september, en þá veiðist minna af bleikju.

Ölvesvatn Skagaheiði - Norðurland

Ölversvatn (vatnasvæði Selár)  er á Skagaheiði, í Skefilsstaðahreppi í Skagafirði.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Fjarlægð er um 300 km. frá Reykjavík og 40 km. frá Sauðárkróki.  Afleggjarinn frá Hvalnesi er um 6 km. jeppavegur að Ölvesvatni.

Upplýsingar um vatnið

Ölvesvatn er hið langstærsta á vatnasvæði Selár, en einnig má veiða í Fossvatni, Selvatni, Grunnutjörn, Andavatni og Stífluvatni, Eiðsá, Fossá, auk lækja sem renna á milli vatna. Ölvesvatn er um 2,8 km2 að stærð og nokkuð djúpt.
Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Ölvesvatn

Kaupa

Veiðisvæðið

Veiði er heimil á öllu vatnasvæðinu, þ.e.a.s. Ölvesvatni, Fossvatni, Selvatni, Heyvötnum, Grunnutjörn, Andavatni, Stífluvatni, Eiðsá, Fossá , auk lækja sem renna á milli vatna.

Gisting

Hægt er að kaupa leyfi til að tjalda á Hvalnesi auk þess sem að við Ölvesvatn er hægt að leigja tvö aðstöðuhús með eldunar- og gistiaðstöðu fyrir allt að 6 manns í hvoru húsi. Þar er kamar. Aðstöðuhúsin þarf að panta með fyrirvara hjá umsjónarmanni í Hvalnesi í S: 453-6520 eða S: 893-7756  eða senda tölvupóst á netfangið hvalnes730@simnet.is.

Veiði

Á vatnasvæðinu er bæði bleikja og urriði.  Mikið er af ½ - 3 punda fiski á vatnasvæðinu, ásamt urriða, sem getur orðið allt að 6-7 pund.

Agn

Leyfilegt agn er fluga, maðkur, makríll og spúnn. Góð aðstaða er til fluguveiða.

Besti veiðitíminn

Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn.

Reglur

Aðgengi að veiðisvæðinu er takmarkað og verður að hringja áður og panta áður en mætt er á staðinn. Bókanir með aðstöðuhúsi njóta forgangs.

Veiðikortshafar þurfa að skrá sig í Hvalnesi og fá lykil að svæðinu. Sýna þarf Veiðikortið og skil­ríki. Netaveiði er stranglega bönnuð svo og meðferð skotvopna. Einnig er bann­að að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Í Hvalnesi fá veiði­menn veiði­skýrslur til út­­fyll­ing­ar og upp­lýs­ingar um svæðið. Veiðiskýrslum og lyklum ber að skila við lok veiða í Hvalnesi. Einnig þarf að ganga frá tjaldstæði á Hvalnesi ætli menn sér að vera yfir nótt.

Athugið að svæðið er lokað fyrir öðrum en þeim sem hafa veiðileyfi/kort og börnum í fylgd korthafa undir 14 ára aldurs, þ.e.a.s. að fullorðnum einstaklingum er óheimilt að fara inn á svæðið nema með veiðileyfi eða Veiðikortið.

Veiðivörður

Bjarni Egilsson og fjölskylda á Hvalnesi, S: 453-6520 or S: 893-7756.  Hvalnes730@simnet.is.