Staðsetning:
Hnit: 65° 42.433'N, 17° 40.779'W
Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn
Veiðitímabil
Hefst 20. maí og lýkur 30. september
Ljósavatn - Norðurland
Ljósavatn er í Ljósavatnsskarði, Suður-Þingeyjarsýslu, rétt austan við Akureyri.
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi
Ekið er í gegnum Akureyri í átt til Húsavíkur. Vatnið er í um 25 km fjarlægð frá Akureyri og um 425 km frá Reykjavík sé ekið um Vaðlaheiðargöng.
Upplýsingar um vatnið
Veiðisvæðið
Heimilt er að veiða í öllu vatninu að undanskyldu landi Vatnsenda sem er frá Geitá að Dauðatanga. Sjá kort.
Gisting
Ekki er heimilt að tjalda við vatnið nema í samráði við landeigendur. Engin hreinlætisaðstaða er á svæðinu.
Veiði
Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði.
Agn
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.
Besti veiðitíminn
Jafnan veiðist best á vorin, frá maí og fram í miðjan júlí.
Reglur
Handhafar Veiðikortsins mega fara beint til veiða án þess að skrá sig sérstaklega en skulu hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði. Veiðimenn skulu fylla út veiðiskýrslu á vefnum https://veidikortid.is/veidiskraning við lok veiði. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og virða veiðibann í landi Vatnsenda. Óheimilt er að aka utan vega. Notkun báta er óheimil nema með leyfi landeiganda. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa. Veiðiverðir selja einnig dagsleyfi í vatnið.
Veiðivörður