Staðsetning:
Hnit: 64° 45.648'N, 21° 35.389'W
Daglegur veiðitími
Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 24.
Veiðitímabil
Hefst 20. maí og lýkur 30. september.
Hreðavatn - Vesturland
Hreðarvatn er í Norðurárdal við þjóðveg nr. 1.
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi
Ekið er Norðurárdalinn og beygt vestur rétt sunnan við Bifröst. Vatnið er í um 115 km fjarlægð frá Reykjavík sé ekið um Hvalfjarðargöng og um 30 km frá Borgarnesi.
Upplýsingar um vatnið
Hreðavatn er aðgengilegt og gjöfult veiðivatn í fallegu umhverfi skammt frá Bifröst. Vatnið er um 1 km2 og mesta dýptin er um 20m. Það stendur í um 56 m. hæð yfir sjávarmáli.
Veiðisvæðið
Heimilt er að veiða í Hreðavatnslandi sem er norðanmegin í vatninu. Sjá veiðimörk á korti.
Gisting
Bannað er að tjalda við vatnið en ýmsir ferðaþjónustuaðilar eru í nágrenninu.
Veiði
Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði, jafnt litlir og stórir fiskar.
Agn
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.
Besti veiðitíminn
Reglur
Veiðimenn mega fara beint til veiða en skulu hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.
Öll bátaumferð er bönnuð.