Staðsetning:
Hnit: 64° 52.022'N, 22° 0.075'W
Daglegur veiðitími
Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.
Veiðitímabil
Heimilt að veiða frá enda maí til 31.ágúst
Hítarvatn á Mýrum - Vesturland
Hlíðarvatn er á Mýrum í Borgarbyggð.
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi
Ekið er inn á Snæfellsnesið við Borgarnes og þaðan er beygt inn í Hítardal. Vatnið er í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík sé ekið um Hvalfjarðargöng og um 40 km frá Borgarnesi.
Upplýsingar um vatnið
Hítarvatn er 7,6 km2 að stærð og stendur í 147 m hæð yfir sjávarmáli. Úr vatninu rennur Hítará, sem er með þekktari laxveiðiám landsins. Svæðið er tilvalið fyrir fjölskyldur til að eyða góðri stund saman við veiðar og útivist. Mikil náttúrufegurð er við vatnið. Vekja ber athygli á, að mikið er af mýflugum við vatnið.
Veiðisvæðið
Heimilt er að veiða í öllu vatninu.
Gisting
Veiði
Mjög góð silungsveiði er í vatninu, bæði urriði og bleikja og eru dæmi þess, að veiðimenn komi heim með yfir hundrað fiska eftir helgardvöl við Hítarvatn. Góð veiði er jafnan þar, sem lækir renna í vatnið, undir hrauni sem og inn í botni vatnsins.
Agn
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.
Besti veiðitíminn
Reglur
Veiðivörður