Veiðikortið 2026 kemur út á næstu dögum og því hægt að lauma því í jólapakka landsmanna.

Með Veiðikortinu má veiða í 38 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 9.900.- og rétt er að benda á að mörg stéttarfélög niðurgreiða kortið til sinna félagsmanna.

Litlar breytingar verða á vatnasvæðum á milli ára en Hagavík í Þingvallavatni bættist við síðasta sumar og er því nýtt í bæklingnum.

Rafræna Veiðikortið 2026 er nú þegar komið i sölu og hægt að kaupa hér rafrænt eða sem gamla góða plastkortið og fá það sent heim án aukakostnaðar í byrjun desember.

Veiðikortið kostar aðeins kr. 9.900 fyrir 2026. Það er ánægjulegt að geta boðið kortið á sama verði þriðja árið í röð!

Auðvelt er að kaupa rafrænt og fá það beint í símaveskið, hvort sem það er Apple Wallet eða Google Wallet.

Bækling Veiðikortsins 2026 prýðir urriða sem féll fyrir þurrflugu. Ljósmyndari er Kjartan Þorbjörnsson/Golli. Bæklingurinn er væntanlegur úr prentun á næstu dögum úr prentun en þeir sem vilja kynna sér efni hans geta nálgast rafræna útgáfu hér.

Fyrri frétt
Gjafabréfin komin í sölu!
Næsta frétt
Urriðadansinn á laugardaginn 4. október kl. 14.00