Veiðikortið 2025 kemur út á næstu dögum og því hægt að lauma því í jólapakka landsmanna.
Með Veiðikortinu má veiða í 37 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 9.900.- og rétt er að benda á að mörg stéttarfélög niðurgreiða kortið til sinna félagsmanna.
Litlar breytingar verða á vatnasvæðum á milli ára en Blautulón á Fjallabaki bætast við.
Rafræna Veiðikortið 2025 er nú þegar komið i sölu og hægt að kaupa hér rafrænt eða sem gamla góða plastkortið og fá það sent heim án aukakostnaðar í byrjun desember.
Forsíðu Veiðikortsins 2025 prýðir veiðimanninn Gunnar Þór Gunnarsson með vorurriða úr Gíslholtsvatni sem hann veiddi vorið 2024. Myndina tók veiðifélagi hans Bjarni Bent Ásgeirsson.
Hægt er að skoða bæklinginn einnig á pdf formi með því að smella hér.
Hér er mynd af Veiðikortinu 2025, þ.e.a.s. plastkortið sjálft sem er skreytt með nærmynd af urriða úr Vífilsstaðavatni og veiðistöng.
Með bestu kveðju,
Veiðikortið