Veiðitímabililð 2020 hefst formlega á morgun, 1. apríl.  Þrátt fyrir snjóþungan og kaldan vetur virðast aðstæður verða ágætar á morgun amk í nágrenni höfuðborgarinnar.

Væntanlega munu margir kíkja í Vífilsstaðavatn og veiða þann hluta vatnsins sem er ekki ísilagður.  

Bjarni Júlíusson átti leið um Hraunsfjörðinn í dag og tók myndina hér fyrir neðan. Ástandið þar er nokkuð gott, en ennþá er mikill ís sunnan megin í firðinum en væntanlega íslaus rönd meðfram austurkanntinum. Allt íslaust norðan við garðainn. Það er því óhætt fyrir veiðimenn að reyna Hraunfjörðinn á morgun.

Hér er hægt að skoða töflu yfir opnunartíma vatnanna.

 


Svona leit Hraunsfjörður út í dag.  @Bjarni Júlíusson 

 


Mynd frá 1. apríl 2017. 

 

Gleðilegt nýtt veiðitímabil.

Veiðikortið 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þeir fiska sem róa í kuldanum
Næsta frétt
Fishing season 2020 coming up!