Staðsetning:
Hnit: 65° 35.583'N, 23° 7.563'W

Daglegur veiðitími
Heimilt að veiða frá kl. 7:00 til kl. 23:00

Veiðitímabil
Frá 1. maí til 20. september

Vatnsdalsvatn - Vesturland

Vatnsdalsvatn er í Vatnsfirði á Barðaströnd.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Vatnið er 2,2 km2 að flatarmáli.  Mjög aðdjúpt er vestan megin við vatnið en aðgrynnra að austan.  Það er um 8 m. yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 30 m. Vatnið er um 2,6 km að lengd og um 1 km þar sem það er breiðast.

Upplýsingar um vatnið

Vatnið er 2,2 km2 að flatarmáli.  Mjög aðdjúpt er vestan megin við vatnið en aðgrynnra að austan.  Það er um 8 m. yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 30 m. Vatnið er um 2,6 km að lengd og um 1 km þar sem það er breiðast.

Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Vatnsdalsvatn

Kaupa

Veiðisvæðið

Veiði er heimil í öllu vatninu. Bestu veiðistaðirnir eru við árósa og útfall vatnsins, við árósa undir Kálfahjalla, þar sem efri hluti árinnar rennur út í vatnið. Jafnframt eru veiðistaðir á Viteyri,sem er fyrir miðju vatninu vestan megin og Kofanesi, sem er fremst í vatninu. Um 30 mínútna gangur er að Lambagilseyrum, austanvert við vatnið. Við strandlengjuna á þessari gönguleið eru fjölmargir veiðistaðir. Ekki er leyfilegt að veiða í ám, sem tengjast vatninu.  Mörk vatnsins og ánna eru sérstaklega merkt.

Gisting

Ekki er heimilt að tjalda við vatnið, enda er um friðland að ræða. Hins vegar eru tjaldstæði við Hótel Flókalund (2 km) og Brjánslæk (8 km). Auk þess er bændagisting í Rauðsdal (16 km.) og Birkimel (24 km.).

Veiði

Mest er af bleikju í vatninu, sjóbleikju og einstaka lax ár hvert.  Mest veiðist af 1-3 punda fiski.  Á hverju sumri veiðist einnig töluvert af vænni bleikju, allt að 6,5 pundum.

Agn

Allt löglegt agn er leyfilegt: Fluga, maðkur og spónn..

Besti veiðitíminn

Frá seinniparts júní og fram í miðjan ágúst.

Reglur

Vatnsfjörður er friðland og eru veiðimenn beðnir um að skilja ekki eftir sig neinar leifar eða ummerki. Stranglega er bannað að aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Annað

Frábærar gönguleiðir eru í nágrenni Vatnsdalsvatns.  Nefna má gönguleiðir á Lónfell, þaðan sem Hrafna-Flóki gaf landinu nafnið Ísland og til Flókatófta, sem eru spölkorn frá ferjubryggjunni á Brjánslæk. Einnig er nokkuð auðveld ganga að Helluvatni, sem er ofan Hótelsins í Flókalundi.  Jafnframt tengist Vatnsfjörðurinn Gísla sögu Súrsonar og er svokallaður Gíslahellir austanvert í firðinum.  Þá má nefna Surtarbrandsgil, sem er einstætt vegna steingervinga sinna.

Veiðiumsjón

Veiðivörður. Brjánslækur: 456-2055.