Nú er einn besti tími vatnaveiðinnar að nálgast en hann er jafnan frá miðjum júní fram í ágúst. Þá er lífríkið komið á fullt og silungar synda nær landi í ætisleit.
Fín veiði hefur þó verið það sem af er sumri. Elliðavatn hefur verið mjög áberandi enda búið að vera með eindæmum góð veiði þar, jafnt á urriða og boltableikjum.Við höfum heyrt af góðri veiði í Hlíðarvatni í Hnappadal, Hreðavatni, Baulárvallarvatni og Meðalfellsvatni. Óvenju rólegt hefur verið í Þingvallavatni í bleikjuveiðinni en þó einn og einn að fá vænar bleikjur þar og enn eru menn að setja í urriða þar. Sama má segja um Úlfljótsvatn, en þar hafa einnig verið að veiðast vænar bleikjur.
Vötnin fyrir norðan hafa einnig verið að gefa góða veiði en við höfum haft fréttir af fínni veiði í Ljósavatni, Vestmannsvatni og líka Svínavatni.
Við hvetjum veiðimenn til að fylla út veiðiskráningarformið okkar á netinu, en það má finna á veidikortid.is/veidiskraning.
Góða skemmtun í vötnunum í sumar!
Með veiðikveðju,
Veiðikortið