Nokkur veiðivötn opnuðu í gær 1. apríl og var veðrið talsvert betra en menn höfðu spáð, en um kl. 19 var yfir 10° hiti á höfuðborgarsvæðinu.
Bílaplanið við Vífilsstaðavatn var þétt setið, en um kvöldmatarleytið voru rúmlega 10 veiðimenn að veiða. Þar sem búið er að vera talsvert kalt síðustu daga og ennþá ís á hluta af vatninu var fiskurinn ekki í tökustuðu, en sérfróðir menn segja að nú sé aðeins dagaspursmál hvenær lætin byrja.
Eitthvað voru menn að hafa í Meðalfellsvatni og heyrðum við af einum sem vissi um tvo sæmilega urriða sem fengust í gær á flugu. Má reikna með því að margir eigi eftir að leggja leið sína í vatnið næstu daga.
Hér fyrir neðan má líta nokkrar myndir sem teknar voru í Vífilsstaðavatni um kl. 19 í gær, en fleiri myndir má sjá í myndaalbúminu undir Vífilsstaðavatni.
Veiðimenn í góðum gír 1. apríl 2009, en það var mikið líf á bökkunum en minna um aflamet.
0 Comments