Það er fátt betra en að njóta lífsins út í náttúrunni. Rögnvaldur Rögvaldsson skaust á Þingvelli ásamt syni sínum. Eftir vel heppnaðar stundir í vatninu og eftir að þeir höfðu fengið nokkrar fallegar bleikjur fannst syninum alveg tilvalið að leggja sig um stund á bakkanum. Það er nákvæmlega þetta frelsi í bland við íslenska náttúru sem gerir vatnaveiðina að sælustund.

Fátt betra en að "taka kríu" út í íslenskri náttúru eftir góðan veiðidag.

Ein af bleikjunum sem þeir feðgar fengu í vatninu fyrir skömmu. Þessi er í góðum holdum!
Góða veiðihelgi,
Veiðikortið
0 Comments