Cezary kíkti um kl. 21 í kvöld á Lambhagann í þjóðgarðinum.
Þar nældi hann í einn vænan en samtals er hann búinn að fá yfir 50 urriða í sumar! Það er því greinilegt að urriðinn er ennþá að flækjast í þjóðgarðinum. Hann varð var við fleiri urriða sem voru að bylta sér í yfirborðinu.
Bleikjuveiðin hefur einnig verið mjög góð auk þess sem bleikjan er óvenju vel haldin. Margir eru að fá mjög vænar bleikjur í vatninu en auðvitað er bleikjuveiðin sýnd veiði en ekki gefin. Óvenju góð veiði hefur einnig verið í flestum silungsveiðivötnunum sem við höfum haft spurnir af.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments