Þveit virðist vera að detta í gang eftir að þar hafi verið frekar rólegt síðustu daga.  Dagur Árni Guðmundsson hefur stundað vatnið mikið og sendi okkur nokkrar myndir og fréttir síðan í dag. 

"Smá fréttir frá Þveit en veiðin hefur verið svoltið treg síðustu viku. Sólin í dag kom vorflugu klaki í gang og nokkrir urriðað koma í land í kjölfar þess á Ballon Caddis Emergee þurrflugu."

Hann Dagur og vinur hans halda úti skemmtilegu bloggi á síðunniffstraumar.wordpress.com

Við þökkum Degi kærlega fyrir fréttirnar og þessar fallegu myndir sem sjást hér fyrir neðan.  Einnig má sjá fjöldan allaf af fallegum myndum frá Þveit á ofangreindu bloggi!

 

 

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatn á Reykjanesi að koma til!
Næsta frétt
Veiðidagur fjölskyldunnar 29. júní!