Þrátt fyrir kulda og frekar erfið skilyrði fyrir vatnaveiði, þá er einn og einn sem lætur sig hafa það, klæðir sig vel og skellir sér í veiði.

Við höfum heyrt að nokkrum hörðum veiðimönnum sem hafa kíkt í Vífilsstaðavatnið.

Andri Rafn Helgason keypti sér Veiðikortið í dag og brunaði upp í Vífilsstaðavatn til að ná úr sér veiðihrollinum. Það var kalt í dag en þrátt fyrir það fékk hann fallegan urriða í dag. Urriðinni tók Peacock púpu með appelsínugulan kúluhaus og skott. Við höfum heyrt af öðrum veiðimanni sem kíkti snöggt og fékk hann einnig urriða. Við höfum ekki heyrt af bleikjuveiði enn sem komið er en það er klárt að urriðinn er á ferðalagi.

Hér fyrir neðan er mynd af Andra með fiskinn.


Andri Rafn í Vífilsstaðavatni í dag.


Hér sést urriðinn betur.

 

Það er því um að gera að klæða sig vel og láta sig hafa það að kíkja þó ekki sé nema í hálftíma og hálftíma.

Góða helgi kæru veiðimenn,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vefútgáfa fylgirits Veiðikortsins klár!
Næsta frétt
Fishing season coming up!