Kleifarvatn geymir mikið af rígvænum urriðum sem og bleikju. Miroslav Sapina kíkti þangað í fyrradag (27.4) og fékk einn verulega vænan urriða í vatninu sem var 86 cm að lengd og 18 pund að þyngd! Fiskurinn hjá honum tók 28 gr Toby spún.

 

Nú hefur veiðin farið vel af stað í flestum vötnunum. Við heyrðum í veiðimanni áðan sem staddur er í þjóðgarðinum og var hann búinn að fá eina 48 cm bleikju og tjáði okkur að það væri mikið af bleikju að vaka sem eru mjög góðar fréttir þar sem hún virðist vera snemma á ferðinni.

 

Mk,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fjölskylduveiði í Gíslholtsvatni
Næsta frétt
Hörku gangur í vatnaveiðinni!