Veiðimenn hafa verið að upplifa ótrúlega hluti á Þingvöllum síðustu 10 daga eða svo. Hvert veiðimetið af öðru hefur verið slegið hjá veiðimönnum og margir búnir að setja í og landa sínum stærstu fiskum, a.m.k. sínum stærstu urriðum. Það má segja að urriðastofninn í vatninu sé í góðu jafnvægi og mun hann eflaust stækka hratt ef veiðifélag vatnsins mun styðja við nýjar reglur varðandi sleppingar á stórurriða eins og settar hafa verið í þjóðgarðinum og víðar. Búið er að veiða og sleppa mörg hundruð stórrurriðum og eflaust væri stór hluti af þeim afla í kistum veiðimanna ef ekki hefði verið gripið í taumana.
Þorsteinn Stefánsson er einn af þessum duglegu veiðimönnum sem hafa stundað Þingvallavatnið stíft síðustu dagal. Hann kíkti í Vatnskotið að kvöldi 3. maí og fékk einn svakalegan 93cm urriða. Þetta er hugsanlega stærsti flugufiskurinn úr vatninu í sumar a.m.k. Þar að auki fékk hann 7 og 15 punda fisk, en þessi 93 cm er væntanlega vel yfir 20 pund enda var hann 50cm í ummál. Þorsteinn hefur verið iðinn síðust daga við að veiða stórurriða, en hann fékk einnig 89cm fisk sem var um 40cm í ummál þann 30. apríl og annan vænan þann sama dag.
Þorsteinn með risaurriðann, 93cm og 50cm í ummál. Svakalegur fiskur sem hann veiddi 3. maí.
Sami fiskurinn, engin smá smíði!
Hér er Þorsteinn með annan risa!
.. og hér er annar til viðbótar!
Hérna er Þorsteinn með 89cm fisk sem hann fékk 30. apríl sl. en fiskurinn var 40cm í ummál!
Hér er Þorsteinn með annan minni líka tekinn þann 30. apríl.
Þetta hafa s.s. verið ógleymanlegir dagar hjá Þorsteini við Þingvallavatn, en það eru fleiri sem hafa upplifað stórkostleg ævintýir. Emil Gústafsson hefur verið duglegur síðsutu daga og er hann búinn að taka þá nokkra. Þann 2 maí fékk hann 84cm fisk
Hér er 84cm urriðinn sem Emil fékk þann 2. maí á Hvítann Nobbler.
Halldór Gunnarsson, einn af veiðieftirlitsmönnum við vatnið hefur ásamt fleirum eftirlitsmönnum verið duglegir við að veiða. Hann hefur fengið þá nokkra síðustu daga og hér fyrir neðan er mynd af honum með 84cm urriða sem hann fékk í gær, 4. maí. Hængarnir eru strax farnir að slást um hrygnurnar, en fiskurinn sem Halldór fékk var særður á kvið, væntanlega eftir slíka baráttu. Sárin gróa hratt þrátt fyrir að fiskurinn gæti borið merkin lengi.
Hængurinn sem Halldór fékk, en hann er særðu báðum megin á kvið eftir áflog við aðra hænga.
Arnar Jón Agnarsson kíkti í Vatnskotið þann 29. apríl í hádeginu. Hann var ekki lengi að setja í einn fallegan urriða.
Arnar Jón Agnarsson með 74cm urriða sem var um 33cm í ummál Tekinn í Vatnskotinu.
Einnig heyrðum við í honum Jens- Olaf Edgren, en hann er búinn að vera duglegur að veiða það sem af er sumri. Hann var yfir sig hrifinn af Þingvallavatni, enda fékk hann 3 fallega urriða þann 29. apríl síðastliðinn.
Hér er einn af þremur vænum urriðum sem Jens fékk 29. apríl.
Þrátt fyrir þessa góðu veiði síðustu daga, þá eru hlutirnir eitthvað að róast þessa dagana. Margir hafa staðið vaktina og freysta þess að veiða draumafiskinn á flugu.
VIð þökkum veiðimönnum fyrir afnot af myndum sínum og hvetjum menn til að vera duglega að prófa. Einnig er bleikjan væntanlega í meira mæli á næstu dögum þannig að það er ekkert vitlaust að skipta yfir í púpur. Urriðinn tekur þær að sjálfsögðu líka þó svo straumflugurnar sé sterkari.
Rétt er að benda á að Elliðavatn hefur verið að koma sterkt inn, þannig að ef að menn eru búnir með bensínkvótann er tilvalið að kíkja á aðstæður þar, en urriðinn hefur verið að taka sérstaklega vel þar síðustu daga.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments