Merktur urriði úr Þingvallavatni II
Steinar Guðmundsson var við veiðar í Þingvallavatni II fyrir landi Ölfusvatns 10. ágúst síðastliðinn. Hann veiddi þar fallegan urriða sem var 5 pund og um 60 cm. Urriðinn var með slöngumerki sem væntanlega er frá honum Jóhannesi Sturlaugssyni hjá Laxfiskum, en hann hefur stundað rannsóknir á urriðanum í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni til margra ára.
Við hvetjum veiðimenn sem veiða fiska með merkjum í að hafa samband við Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum. Hér má nálgast nánari upplýsingar varðandi merkjaskil fyrir merki úr urriðum úr Þingvallavatni og Úlfljótsvatni.

Steinar með merktan urriða sem hann veiddi í Þingvallavatni II – / Mynd: Ásdís Viggósdóttir
Hér fyrir neðan má einnig sjá upplýsingamynd frá Laxfiskum um merkta urriða í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni. Nánari upplýsingar má finna á heiðasíðu Laxfiska – www.laxfiskar.is

Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments