Með hækkandi hita virðist sem mikið líf sé að færast í vatnaveiðina og þar er enginn undantekning sem á við um Þingvallavatn.

Í gærkvöldi var sennilega á þriðja tug veiðimanna mættir í Vatnskotið í þeirra von að setja í draumafiskinn. Það voru nokkrir fiskar sem komu á land og fékk Benedikt Vagn meira að segja tvo urriða á skömmum tíma. Meðan Benedikt var að þreyta annan fiskinn var Andrew að veiða nokkra meta frá honum og var hann einnig með fisk á samtímis.

Hér fyrir neðan má sá mynd sem við fengum að láni frá Emil Gústafssyni og má klárlega lesa úr þeim stemninguna. 


Hér er Benedikt Vagn með annan af tveimur urriðunum sem hann fékk í gærkvöldi. Eins og sjá má er Andrew með fisk á fyrir aftan hann.


Tveimur landað á sama tíma. Benedikt með einn og Andrew með annan. 

Fyrir þá sem ætla að halda til urriðaveiða á Þingvöllum viljum við ítreka eftirfarandi varðandi merkta fiska:

 Vegna rannsókna á urriða í Þingvallavatni eru veiðimenn beðnir að athuga hvort veiddir urriðar séu merktir.  Merkin eru á baki urriðans neðan við bakuggann og geta verið einföld slöngumerki eða rafeindamerki. Framan af veiðitíma þegar urriðar veiðast helst í þjóðgarðinum þá er skylt að sleppa þeim að viðureign lokinni og reyndar hvatt til þess að gera það á öðrum veiðitímabilum einnig séu fiskarnir lífvænlegir. Fyrir merkta urriða gildir það sama, en áður en merktum urriða er sleppt þá er óskað eftir því við veiðimenn skrái hjá sér upplýsingar um númer merkisins ef þess er nokkur kostur. Þeim upplýsingum ásamt öðrum upplýsingum um fiskinn sem mögulega eru tiltækar s.s. um lengd hans er óskað eftir að sé skilað í þjónustumiðstöðina Þingvöllum eða til rannsóknarfyrirtækisins Laxfiska. Leiðbeiningar varðandi merkta urriða sem sleppt er má sjá með því að smella hér.  Ef merktum fiski er landað (ekki sleppt), þá má fá upplýsingar um hvernig á að bera sig að með því að smella hér.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Tilboð – SVFR félagsmenn
Næsta frétt
Gleðilegan 1. maí!