VIð heyrðum í veiðimanni sem átti leið um Hraunsfjörðinn í gær en hann var því miður ekki með veiðistöngina við höndina þar sem lónið kraumaði af bleikju. Bleikjan var mikið að sýna sig í yfirborðinu þannig. Komandi dagar eru vænlegir í Hraunsfirði en maímánuður gefur iðulega góða veiði.
Sami veiðimaður sá einnig talsvert af fiski vaka í Hraunsfjarðarvatni.
Það verður forvitnilegt að heyra frá veiðimönnum sem hafa verið á svæðinu um helgina sem og munu prófa svæðið á komandi dögum.
Hraunfjörður á fallegum degi. Mynd tekin hraunmegin.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments