Það er búið að vera mjög góð veiði í Hraunsfirði í sumar. Í vatninu er aðallega sjóbleikja og flakkar hún gjarnan um vatnið í stórum torfum. Margir veiðimenn hafa fengið fína veiði þar í sumar en auðvitað er bleikjan ekki alltaf í kastfæri og því ekki allir sem hafa fengið góða veiði.
Við hittum veiðimann við Elliðavatn fyrir nokkrum dögum sem hafði verið í Hraunsfirði fyrir fáeinum dögum og lofaði hann Hraunsfjörð í hásterkt, en hann var þar við veiðar með tengdasyni sínum. Saman fengu þeir rúmlega tuttugu bleikjur og vonur kátir með það.
Helstu veiðistaðirnir þessa dagana eru í hrauninu og einnig inn í botni.
Hér er myndir frá Árna Kristni Skúlasyni sem kíkti í Hraunfjörðinn í júní.
Hér er Árni Kristinn með fallega bleikju í Hraunsfirði
Veitt í hrauninu í Hraunfirði.
Með kveðju,
Veiðikortið
0 Comments