Fín veiði hefur verið í Úljótsvatni í sumar og margar vænar bleikjur komið á land sem og fallegir urriðar.

Hér er Guðjón Þór Þórarinsson með eina rígvæna bleikju sem vóg rúmlega 3 kg og var 60 cm sem hann veiddi í gær. Það er óhætt að segja að hún sé nánast hnöttótt!  Virkilega fallegur fiskur.

Bleikjuna veiddi hann í víkinni fyrir neðan kirkjuna en það er mjög skemmtilegur veiðistaður. 

Nú fer bleikjan að undirbúa sig fyrir hrygningu og þá getur hún verið vandlát að taka agn veiðimanna en þó er ágústmánuður ávallt góður tími í bleikjuveiðar í vötnum. 

 


Hér er Guðjón Þór með bleikjuna góðu.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Sléttuhlíðarvatn gefur vel!
Næsta frétt
Hraunfjörður – hörku skot inn á milli