Við viljum leiðrétta villu í bæklingi Veiðikortsins, þar sem segir að Hlíðarvatn í Hnappadal opni fyrir veiði 1. maí. 

Hið rétta er að það er opið fyrir veiði allt árið og veiðimönnum velkomið að veiða í gegnum ís á veturna þegar ísinn leyfir.

Núna er hins vegar vatnið orðið íslaust og því hægt að hefja veiðar. ATH. slóðinn niður að vatninu að sunnanverður er mjög varasamur og því er BANNAÐ að keyra hann niður að vatninu og þess vegna verða veiðimenn að ganga síðasta spölinn, þar sem aurslóðarnir eru blautur og mikil hætta á að menn festi bílana sína þar reynir þeir að keyra niður að vatninu.  Einnig er hægt að fara norðurfyrir vatnið og veiða þar og leggja við veginn undir Hermannsholtinu.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vífilsstaðavatn ísilagt að mestu
Næsta frétt
Hraunsfjörður er íslaus og lítur vel út!