Hítarvatn á marga aðdáendur, enda stórkostlegt umhverfi vatnsins og notarlegt tjaldstæði þannig að veiðisvæðið hentar mjög vel fyrir þá sem vilja fara í skemmtilega veiðiferð.
Vífill Karlsson skellti sér þangað í gær og var hann að veiða við Foxufellið. Á fjórum tímum fékk hann 14 fiska, nokkuð jafnt af bleikju og urriða. Stærð fiskanna var alveg upp í 2,5 pund. Flugan Krókurinn var að gefa bestu veiðina, en sú fluga er ein af fengsælustu vatnaflugunum um þessar mundir. Hér má sjá mynd af Króknum. Einnig höfum við heyrt af fleiri en einum veiðimanni sem hafa verið að veiða tugi fiska í ferð og hefur maðkurinn verið að gefa mjög vel.
Rétt er að benda veiðimönnum á að nauðsynlegt er að skrá sig áður en haldið er til veiða á bænum Hítardal.
Mynd úr Hítarvatni – en tengist fréttinni ekki að öðru leyti.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments