20. jún. 2012
Héðan og þaðan – veisla í vötnunum
Skagaheiðin hefur verið að gefa vel í sumar og fór Lárus Óskar ásamt þremur veiðifélögum sínum, Magga, Sigurgeir og Arnari, á heiðina 15-17. júní og fengu frábæra veiði. Þeiru hirtu 88 fiska og slepptu um 20 fiskum. Flestir fiskanna fengust í Ölvesvatninu og notuðu þeir aðallega flugurnar Pheasant tail, Watson Fancy og Rauðan Nobbler. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þeim félögum.
Það er betra að hafa með sér kælikassa fyrir aflann þegar farið er 3 daga veiði!
Þingvallavatn iðar af lífi og menn eru þessa dagana á fá margar vænar bleikjur. Einn og einn urriði er ennþá að veiðast en uppistaðan í afla veiðimanna þessa dagana eru fallegar bleikjur. Murtan veiðist talsvert með og rétt er að hvetja menn til að vera duglega að elda hana því hún er sælkeramatur. Fátt betra en smjörsteikt murta!
Hér er Gassi með fallega bleikju á!
Félagarnir Gassi og Geir Jón með glæsilega bleikjuveiði úr Þingvallavatni síðustu helgi.
Sléttuhlíðarvatn:
Það er mikið líf í Sléttuhlíðarvatni. Fiskarnir eru frekar smáir en fínir inn á milli, en vatnið hentar sérstaklega vel þegar farið er með ungu kynslóðina til veiða þar sem fiskurinn tekur vel. Þórður Harðarsson fór ásamt föður sínum í vatnið um síðustu helgi og fengu þeir 9 silunga.
Þórður Harðarson við veiðar í Sléttuhlíðarvatni.
Hér er Þórður búinn að landa einum í Sléttuhlíðarvatni um síðustu helgi.
Einnig höfum við verið að fá fregnir úr hinum ýmsu áttum og virðist vera mikið líf í vötnunum um allt land.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments