Héðan og þaðan
Það má segja að farið sé að síga á seinni hlutann í vatnaveiðinni þetta árið. Menn eru þó ennþá að fá fiska í vötnunum og hvetjum við veiðimenn til að nýta tímann meðan veðrið er í lagi.
Lárus Lárusson fór í Meðalfellsvatn í gær ásamt félaga sínum og fengu þeir 6 urriða sem fengust á Svartan Nobbler og Zulu Nobbler. Það virðist vera mikið líf í vatninu. Hér má sjá nokkrar myndir frá Lárusi en þeir veiddu bæði úr bát og frá landi:
Einnig fengum við skemmtilegar myndir sem Jóhannes Karls sendi okkur af syni sínum Karli Ými, sem hann fékk í Urriðavatni.
Karl Ýmir með væna bleikjur úr Urriðavatni
Einnig fengum við skemmtilega mynd af flundrugildru við Hlíðarvatn í Selvogi frá Sigurgeir Ársælssyni, en hann fór til veiða þar ásamt sonum sínum á opnum degi þann 4. september sl.
Flundruhindrun í Hlíðarvatni í Selvogi. Mynd Sigurgeir Ársælsson.
Lítið hefur borist af fregnum frá veiðimönnum upp á síðkastið en þó höfum við heyrt af veiðimönnum sem hafa verið að fá fiska á Þingvöllum, vötnunum í Svínadal og Kleifarvatni.
Einnig viljum við minna veiðimenn á að nota www.veidibok.is og bóka afla þar en þar er skemmtilegt að halda utan um veiðiferðir með myndum og aflatölum.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments