Það er sannarlega farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu. Haustlægðirnar eru farnar að gera vart við sig og vötnin loka eitt af öðru.

Í dag er síðasti dagurinn sem opið er fyrir veiði í Elliðavatni, Þingvallavatni og Vífilsstaðavatni. Því er tilvalið fyrir veiðimenn að klæða sig upp og kíkja í vatnaveiði áður en sundin lokast.

Hér má sjá nánar upplýsingar um opnunartíma vatnanna.


Mynd frá Kjartani Helgasyni frá Þingvöllum í sumar.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vestmannsvatn enn í fullu fjöri
Næsta frétt
Síðasti séns að kíkja í Hítarvatn í sumar!