Nú er haustið farið að gera vart við sig og vötnin farin að loka eitt af öðru.  Í dag er til að mynda síðasti veiðidagurinn í Berufjarðarvatni, Elliðavatni, Frostastaðavatni, Vífilsstaðavatni og Þingvallavatni. Við hvetjum veiðimenn sem ætla sér að nýta síðustu veiðidagana að skoða vel töfluna með opnunar- og lokunartíma vatnanna á veidikortid.is/opnunartimi. 

Veiðimenn geta nýtt helgina vel t.d. í Meðalfellsvatni og Hraunsfirði en ágætis veiði hefur verið þar síðustu daga.

Við viljum einni nota tækifærið og minna veiðimenn á að skrá afla frá í sumar hafi það gleymst en slóðina má finna hér:

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

Fyrri frétt
Urriðadans í Öxará 14. október kl. 14
Næsta frétt
Fornleifarannsóknir í Þingvallavatni