Gíslholtsvatn er eitt af nýju vötnunum í Veiðikortinu 2014.  Vatnið hefur iðulega verið fengsælt þegar ísa leysir og hafa veiðimenn skotist þangað áður en önnur vötn opna jafnvel í febrúar og mars. Mikill ís myndaðist á vatninu eins og flestum öðrum vötnum í vetur og er vatnið fyrst að hrista af sér ísinn núna.  

Urriðinn er sennilega kominn í ætisleit og því ættu næstu vikur að vera góðar í vatninu.  Vatnið er staðsett rétt austan við Þjórsá og er í um 85 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.  

Við viljum benda veiðimönnum á að þar sem jarðvegur er ennþá mjög blautur hvetjum við menn til að leggja bílunum frekar út í vegarkannti heldur en að keyra inn á túnplanið ef menn ætla að veiða í suðurenda vatnsins til að hlífa jarðveginum.

Til að skoða nánari upplýsingar um Gíslholtsvatn – smelltu hér – en annars eru hér fyrir neðan nokkrar myndir frá svæðinu sem teknar voru síðasta sumar. Myndir væru vel þegar frá veiðimönnum sem ætla að kíkja þangað næstu daga.

 

 

 

 

 

 

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatn á Reykjanesi opnar á morgun.
Næsta frétt
Sea trout in lake Þveit