Veiðiskráningarleikur Veiðikortsins!
– Vinnur þú Veiðikortið 2025?
Samkvæmt lögum nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði ber veiðifélögum eða veiðiréttarhöfum að skila inn skýrslum til Hafrannsóknarstofu í umboði Fiskistofu um veiðar í hverju veiðivatni og veiðimönnum ber því skylda að skrá allan veiddan fisk í veiðibók.
Við höfum því reynt að gera skráningu afla auðveldari fyrir veiðimenn með því að setja upp rafræna veiðibók á vefnum okkar veidikortdis.is/veidiskraning og hvetjum við veiðimenn til að skrá skilmerkilega veidda fiskar þar inn.
Í nóvember munum við draga út 10 heppna aðila sem hafa skráð í veiðibók og eiga möguleika á að vinna Veiðikortið 2025.
Hjálpaðu okkur að safna gögnum fyrir Hafrannsóknarstofu til úrvinnslu eins og til að meta stofnstærðir, hlutfall urriða og bleikju í vötnum, meðalstærð fiska og fleira. Okkar hagur er að geta fengið betri gögn í skýrslur Hafrannsóknarstofnunar sem má finna hér. auk þess að geta fengið Veiðikortið 2025 í vinning.
Takk fyrir þitt framlag!