Sumar er á næsta leiti. Margir veiðimenn byrja veiðitímabilið þegar sumardagurinn fyrsti gengur í garð, en þá hefst veiðitímabilið í Elliðavatnið ár hvert. Þingvallavatn opnar 20. apríl ár hvert og það vill svo skemmtilega til að það er einnig sumardagurinn fyrsti, þannig að bæði þessi vötn opna því fyrir veiði á morgun.
Elliðavatn:
Það hefur verið hlýtt síðustu daga og vatnið eru tilbúið. Veðurspáin er góð og hafa fiskar sést í vatninu.
Kl. 10 -14 Aðstoð við veiðimenn, leiðbeiningar og góð ráð er varða veiði í Elliðavatni.
Kl. 11 Caddisbræður og Ólafur Tómas – örnámskeið og fyrirlestur í Elliðavatnsbænum um vatnaveiði með áherslu á Elliðavatn.
Kl. 13 – 14 Gönguferð frá Elliðavatnsbænum um Heimaás.
Í Þingvallavatni hefur urriðaveiðin farið ágætlega af stað á þeim stöðum í vatninu sem hafa þegar hafið veiðar, þannig að veiðimenn ættu að geta farið með góðar væntingar austur í Þingvallasveit á morgun.
Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur fréttir á morgun um ganga mála.
Athugið að gróður getur verið mjög viðkvæmur á vorin og því bera að gæta að viðkvæmum göngustígum.
Þeir sem eru með Rafræn Veiðikort – munið eftir að prenta út mynd af kortinu til að hafa í mælaborði birfreiðar til að létta lífið hjá veiðieftirlitinu. Hér fyrir neðan er mynd af kortinu sem rafrænir korthafar geta nálgast með því að fylgja QR kóða tölvupóstinum. Ef einhver finnur ekki þessa mynd af kortinu sínu má gjarnan hafa samband við okkur með t-pósti.
Með sumarkveðju,
Veiðikortið