Flugnaval í vatnaveiði

 

Það er úr miklu að moða þegar kemur að ráðleggja við val á flugum í vatnaveiðina, enda hægt að velja úr þúsunum flugna.   
Gott er að vera með úrval af púpum, púpum með kúluhaus, straumflugum og nokkrar þurrflugur til að velja úr.  Flugnaval fer yfirleitt eftir reynslu og smekk hvers og eins.

 

Til að einfalda hlutina fyrir byrjendum nefnum við hér fyrir neðan fimm flugur í hverjum flokki, en þessar flugur ættu að geta afgreitt flest skilyrði í silungsveiði. 

Púpur:

Krókurinn
Peacock
Watson Fancy
Killer
Pheasant tail
 

Þurrflugur:

Black Gnat 
Klinkhammer
Evrópa
Royal Coachman
Adams
 

Straumflugur:

Black Ghost
Nobbler
Dýrbítur
Bleik og blá
Heimasætan
 

Auðvelt er að nálgast myndir af þessum flugum með hjálp leitarvéla á netinu og á heimasvæðum veiðivöruverslana.  Fyrir þá sem vilja hnýta sínar flugur sjálfir má finna uppskriftir og kennslumyndbönd á Youtube.

 

Gangi ykkur vel!

 

Opnunartími vatnanna í Veiðikortinu 2025

Vötn opin allt árið

VatnOpnarLokar
Gíslholtsvatn í HoltumAllt árið
Urriðavatn við EgilsstaðiAllt árið
Hlíðarvatn í HnappadalAllt árið

Vötn sem opna þegar ísa leysir

VatnOpnarLokar
Baulárvallavatn á SnæfellsnesiÍsa leysir30.sep
Hraunsfjarðarvatn á SnæfellsnesiÍsa leysir30.sep
Sauðlauksdalsvatn við PatreksfjörðÍsa leysirHaustið

Vötn sem opna í apríl

VatnOpnarLokar
Syðridalsvatn við Bolungavík1.apr20.sep
Vífilsstaðavatn í Garðabæ1.apr15.sep
Þveit við Hornafjörð1.apr30.sep
Kleifarvatn á Reykjanesskaga15.apr30.sep
Meðalfellsvatn19.apr20.sep
Þingvallavatn – Þjóðgarður20. Apr15.sep
Elliðavatn24.apr
*Sumardagurinn fyrsti
15.sep

Vötn sem opna í maí

Vatn Opnar Lokar
Arnarvatn á Melrakkasléttu1.maí30.sep
Haugatjarnir í Skriðdal1.maí30.sep
Haukadalsvatn í Haukadal1.maí30.sep
Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu1.maí30.sep
Kleifarvatn í Breiðdal1.maí30.sep
Laxárvatn1.maí30.sep
Mjóavatn í Breiðdal1.maí30.sep
Sléttuhlíðarvatn í landi Hrauns1.maí20.sep
Sænautavatn á Jökuldalsheiði1.maí20.sep
Úlfljótsvatn – Vesturbakkinn1.maí30.sep
Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði1.maí20.sep
Æðarvatn á Melrakkasléttu1.maí30.sep
Berufjarðarvatn15.maí15.sep
Vestmannsavatn í Suður – Þingeyjarsýslu15.maí30.sep
Hreðavatn20.maí30.sep
Ljósavatn í Suður-Þingeyjarsýslu20.maí30.sep
Ölvesvatn – Vatnasvæði SelárSíðla maífram í sept.
Fer eftir veðri

Vötn sem opna í júní

VatnOpnarLokar
Svínavatn í Húnavatnssýslu1.jún31.ágú
Langavatn í Borgarbyggð15.jún20.sep
Hólmavatn í landi Sólheima* jún30.sep
*opnar jafnan um miðjan júní þegar vegurinn er orðinn fær.

Vatnaveiði er frábær kostur

 
 
Fátt er betra en að komast út fyrir bæinn, í faðmi vina eða fjölskyldu, og stunda vatnaveiði út í guðsgrænni náttúrunni, fjarri skarkala borgarlífsins. Samhliða veiðinni er gaman að fylgjast  með fuglum og öðru lífi við vötnin, eða bara njóta fallegs landslags eða friðsældar óbyggðanna. Hvar sem maður er staddur á landinu er stutt í næsta stöðuvatn og það þarf ekki endilega að skipuleggja vatnaveiðitúr með miklum fyrirvara.  Margir skjótast jafnvel til veiða eftir langan vinnudag og geta þá notið nokkurra klukkutíma í faðmi náttúrunnar með veiðistöng að vopni. 
Hagkvæmt:
 
Iðkun vatnaveiði er mjög hagkvæm sport eða dægradvöl.  Með Veiðikortið í hendi þarftu ekki að eyða neinu frekar í veiðileyfi. Jafnframt eru meðfylgjandi helstu upplýsingar um vötnin og aðgönguleiðir til þeirra, svo rannsóknarvinna í lágmarki.  Veiðikortshafar geta því komist örugglega á áfangastað til veiða, eða rennt við á ferðalögum til skammtímadvalar, tjaldað eða borðað nestið sitt í ljúfum nið fagurra vatnasvæða. Ferðalag um landið með alla fjölskylduna þarf heldur ekki að vera svo dýrt, þegar hægt er að spara gistikostnað með þessum hætti.
Afslappandi:
 
Vatnaveiði er mjög afslappandi sport, en umgjörðin í kringum hana er t.d. mun þægilegri en þegar veiðimenn þurfa að lúta svæða- og tímaskiptingum við laxveiðiár. Því þarf ekki að skipta um svæði eða hætta veiðum þegar fiskurinn lætur loksins sjá sig! Jafnframt geta vatnaveiðimenn farið heim með góðri samvisku ef t.d. það gerir brjálað veður, þar eð útlagður kostnaður var í lágmarki, en hleypur ekki á tugum þúsunda daglega, eins og jafnan gerir við laxveiði. Útivistarfólk getur jafnframt nýtt sér kosti Veiðikortsins og vatnaveiði til samnýtingar áhugamála, en oft eru til dæmis afburða gönguleiðir í námunda við mörg veiðivötn.
Silungur er spennandi matur:
 
Silungur er mikill sælkeramatur, það eru flestir sammála um.  Villtur silungur fæst orðið afar sjaldan í kjötborðum verslana, heldur aðeins eldisfiskur og það jafnan á frekar háu verði. Silungsveiði skapar ekki aðeins skemmtilega útiveru heldur er hægt að ná sér í ferskt sælkerafæði að auki. Auðvelt er að elda silung á margvíslega vísu, svo sem grillaðan, steiktan eða soðinn.  Einnig er reyktur og grafinn silungur algjört sælgæti og má til dæmis nota sem álegg.  Ýmsar stórgóðar silungsuppskriftir má finna á internetinu, fyrir þá sem vilja t.d. nota þetta einstaka hráefni í veislumat.
Fjölskyldan:
 
Margir muna vel þær æskuminningar sem tengjast fjölskylduferðum út á land og þá ekki síst þegar veiðistangirnar voru teknar með. En tímarnir hafa breyst og fjölskyldumeðlimir sitja nú oft hver í sínu horni; í tölvu, horfandi á sjónvarp og þess háttar. Samverutími fjölskyldu er orðinn minni en áður, en til að viðhalda heilbrigðu fjölskyldulífi þurfa meðlimirnir allir að gera eitthvað saman.  Veiðiferð í vötnin er tilvalin lausn á samveruleysi fjölskyldunnar, þar sem jafnframt má kynna ungviðinu heilbrigða útiveru og skemmtilegt sport. Það er alveg á hreinu að veiðieðlið býr í okkur öllum og þegar komið er á staðinn er ávallt eitthvað spennandi fyrir alla, þó ekki sé nema það eitt að komast úr bænum og njóta náttúrunnar. 
Heimasíða Veiðikortsins:
 
Á heimasíðu Veiðikortsins er hægt að skoða texta um einstök vatnasvæði, kaupa Veiðikortið, skoða upplýsingar á ensku, lesa skoðanaskipti og skoða nýjustu fréttir af veiðiskapnum.  Myndir eru vel þegnar af vatnasvæðum Veiðikortsins og má senda þær á netfangið veidikortid@veidikortid.is  

Ráðleggingar við fluguveiðar í stöðuvatni.

Fluguveiði í stöðuvatni
 
Fluguveiði í stöðuvatni er að sumu leyti erfiðari en í straumvatni. Straumurinn hjálpar okkur stundum að rétta línurnar og bera fluguna eðlilega yfir. Í straumvatni er fiskurinn yfirleitt staðbundin og vatnið færir honum fæðuna. Í stöðuvatni er fiskurinn á sveimi í leit að æti. Þannig er augljóst að veiðimaður verður  hafa fyrir því að finna fiskinn í vatninu. Fiskurinn er í leit að æti en hann hefur einnig þörf fyrir öryggi. Hann heldur sig þannig oft við kanta þar sem grynningar eru með æti annars vegar og hins vegar þar sem dýpið er skammt undan. Þegar komið er að vatninu er gott að horfa og hlusta og flýta sér ekki. Ef fiskur er fyrir þá sést það fljótt eða heyrist. Sum vötn hafa svokallaðar kuðungableikjur eða bobbableikjur (Þingvallavatn) sem eru niður við botn og sýna sig lítt.
 
Stöng nr. 4 – 5 (9 fet er góð lengd) er hæfileg fyrir silung en auðvitað notum við það sem er til. Það er skemmtilegra að eiga við silung með tækjum við hæfi fremur en nota tæki fyrir laxa.  Hraðar léttar stangir henta vel en stangarval er einstaklingasbundið og nánast trúarbrögð. Í grunnum vötnum er flotlína gott val sérlega ef silungurinn er að sýna sig. Ef ekkert gerist þá má lengja aðeins í taumnum og setja þyngri flugu undir og veiða dýpra. Við þurfum því að finna bæði staðinn og einnig dýpið sem fiskurinn heldur sig á. “Intermediate” línur eru mikið notaðar en þær sökkva hægt og rólega en lítið þegar þær eru dregnar. Með þeim má veiða rétt yfir botni. Sökklínur eru lítið gagnlegar í vatnaveiði. Núna eru á markaði flot og “intermediate” línur sem eru með glærum enda eða alveg glærar. Þær eru prýðilegur kostur við vatnaveiði.
 
Taumur á flugulínu er venjulega settur upp í versluninni þaðan sem línan kom og er frammjókkandi. Hann er kringum 9 fet sem er hæfileg lengd. Þegar hann styttist við fluguskiptingar þá er hnýtt taumefni framan við og þannig höldum við lengdinni eða lengjum eftir vali. Taumefni í silungsveiði er nægjanlegt 6 pund en grennra er oft notað sérlega við óþekkan fisk. Ég nota fremur stíft taumefni því ég vil að flugan og línan og taumurinn séu eins bein lína og kostur er þegar flugan kemur í vatnið. Fiskur tekur oft mjög fljótt og ef allt er í bendu þá er ekki möguleiki að bregða nægilega skjótt við honum. Það er ekkert úrslitaatriði að vera með frammjókkandi tauma sem eru dýrir. Einfalt er að nota taumefni af mismunadi sverleika og hanna eigin tauma.
 
Flugur í silungsveiði eru nær óteljandi en yfirleitt veiðist best á dökkleitar flugur (svartar, brúnar, grænar). Það er algerlega nægjanlegt að vera með 5-6 liti. Stærð er mismunandi en yfirleitt er notað frá nr. 10 (Þingvallavatn) í nr. 18 (Elliðavatn). Þyngd flugunnar er stórt atriði þar sem við viljum helst hafa hana þar sem fiskurinn er. Kúluhausar eru ómissandi til að koma flugum niður. Þurrflugur eru góður kostur ef uppítökur eru miklar. Litlar svartar eru ágætar. Ef flugu hefur verið kastað nokkrum sinnum án árangurs þá er bara að skifta um lit og skifta um stærð.
 
Góða skemmtun!   Jónas Magnússon

Fróðleikur

Vatnaveiði í íslenskri náttúru er frábær kostur!
 
Fátt er betra en að komast út fyrir bæinn, í faðmi vina eða fjölskyldu, og stunda vatnaveiði út í guðsgrænni náttúrunni, fjarri skarkala borgarlífsins. Samhliða veiðinni er gaman að fylgjast  með fuglum og öðru lífi við vötnin, eða bara njóta fallegs landslags eða friðsældar óbyggðanna. Hvar sem maður er staddur á landinu er stutt í næsta stöðuvatn og það þarf ekki endilega að skipuleggja vatnaveiðitúr með miklum fyrirvara.  Margir skjótast jafnvel til veiða eftir langan vinnudag og geta þá notið nokkurra klukkutíma í faðmi náttúrunnar með veiðistöng að vopni. 
 

Hagkvæmt:

Iðkun vatnaveiði er mjög hagkvæm sport eða dægradvöl.  Með Veiðikortið í hendi þarftu ekki að eyða neinu frekar í veiðileyfi. Jafnframt eru meðfylgjandi helstu upplýsingar um vötnin og aðgönguleiðir til þeirra, svo rannsóknarvinna í lágmarki.  Veiðikortshafar geta því komist örugglega á áfangastað til veiða, eða rennt við á ferðalögum til skammtímadvalar, tjaldað eða borðað nestið sitt í ljúfum nið fagurra vatnasvæða. Ferðalag um landið með alla fjölskylduna þarf heldur ekki að vera svo dýrt, þegar hægt er að spara gistikostnað með þessum hætti.
 

Afslappandi:

Vatnaveiði er mjög afslappandi sport, en umgjörðin í kringum hana er t.d. mun þægilegri en þegar veiðimenn þurfa að lúta svæða- og tímaskiptingum við laxveiðiár. Því þarf ekki að skipta um svæði eða hætta veiðum þegar fiskurinn lætur loksins sjá sig! Jafnframt geta vatnaveiðimenn farið heim með góðri samvisku ef t.d. það gerir brjálað veður, þar eð útlagður kostnaður var í lágmarki, en hleypur ekki á tugum þúsunda daglega, eins og jafnan gerir við laxveiði. Útivistarfólk getur jafnframt nýtt sér kosti Veiðikortsins og vatnaveiði til samnýtingar áhugamála, en oft eru til dæmis afburða gönguleiðir í námunda við mörg veiðivötn.
 

Silungur er spennandi matur:

Silungur er mikill sælkeramatur, það eru flestir sammála um.  Villtur silungur fæst orðið afar sjaldan í kjötborðum verslana, heldur aðeins eldisfiskur og það jafnan á frekar háu verði. Silungsveiði skapar ekki aðeins skemmtilega útiveru heldur er hægt að ná sér í ferskt sælkerafæði að auki. Auðvelt er að elda silung á margvíslega vísu, svo sem grillaðan, steiktan eða soðinn.  Einnig er reyktur og grafinn silungur algjört sælgæti og má til dæmis nota sem álegg.  Ýmsar stórgóðar silungsuppskriftir má finna á internetinu, fyrir þá sem vilja t.d. nota þetta einstaka hráefni í veislumat.
 

Fjölskyldan:

Margir muna vel þær æskuminningar sem tengjast fjölskylduferðum út á land og þá ekki síst þegar veiðistangirnar voru teknar með. En tímarnir hafa breyst og fjölskyldumeðlimir sitja nú oft hver í sínu horni; í tölvu, horfandi á sjónvarp og þess háttar. Samverutími fjölskyldu er orðinn minni en áður, en til að viðhalda heilbrigðu fjölskyldulífi þurfa meðlimirnir allir að gera eitthvað saman.  Veiðiferð í vötnin er tilvalin lausn á samveruleysi fjölskyldunnar, þar sem jafnframt má kynna ungviðinu heilbrigða útiveru og skemmtilegt sport. Það er alveg á hreinu að veiðieðlið býr í okkur öllum og þegar komið er á staðinn er ávallt eitthvað spennandi fyrir alla, þó ekki sé nema það eitt að komast úr bænum og njóta náttúrunnar. 
 

Heimasíða Veiðikortsins:

Á heimasíðu Veiðikortsins er hægt að skoða texta um einstök vatnasvæði, kaupa Veiðikortið, skoða upplýsingar á ensku, lesa skoðanaskipti og skoða nýjustu fréttir af veiðiskapnum.  Myndir eru vel þegnar af vatnasvæðum Veiðikortsins og má senda þær á netfangið veidikortid@veidikortid.is