Urriðinn að sýna sig í Þingvallavatni!
Þó nokkrir veiðimenn hafa kíkt á Þingvelli og veitt í þjóðgarðinum síðan opnað var fyrir veiði á sunnudaginn.
Í gær var fallegur sunnudagur en þó frekar fáir að veiðum þar í gærkvöldi, en kvöldin eru oft best tíminn þegar verið er að eltast við urriðann. Í Vatnskotinu voru um fjórir veiðimenn og Brynjar Páll Jóhannesson einn þeirra. Hann fékk þennan fallega 60 cm urriða í Vatnskotinu í gærkvöldi á straumfluguna Black Ghost.
Það verður spennandi að fylgjast með veiðinni þar næstu daga en við minnum á að aðeins er heimilt að veiða með flugu á flugustöng til 1. júní og skal öllum urriða sleppt.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið