Það var gaman að koma að Vífillsstaðavatnið rétt fyrir kl. 9 í morgun.  Veðrið var frábært, 7° hiti, og margt um manninn á bökkum vatnsins og margir að setja í fiska.  Atli Sigurðsson var mættur um hálf átta og var á ljúka veiðum með 4 bleikjur í farteskinu sem elda átti í hádeginu.  Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í morgun 1. apríl 2007 fyrir kl. 9.00.
Við bíðum eftir fréttur úr hinum vötnunum sem opnuðu í morgun, en væntanlega eru einhverjir sem hafa lagt leið sína í Hraunsfjörðinn.

 
Veiðimaður með hann á!
 
Frábært veður og kjöraðstæður.
 
 
Atli Sigurðsson með 4 bleikjur sem hann fékk á grænt afbrigði af mýflugnapúpu.
 
Þessi ágæti veiðimaður var að landa fiski sem hann sleppti þegar ljósmyndara bar á svæðið.
 
 
 
Með kveðju,
Veiðikortið
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vatnsdalsvatn gefur fallegar bleikjur!
Næsta frétt
Syðridalsvatn – Óvenjumikil laxveiði