Það voru kjöraðstæður á Þingvöllum í morgun.  Hitinn um 14-18 gráður og nánast logn en þó smá gára á vatninu.  Við hittum Hans Van Klinken, stórveiðimann og virtan fluguhnýtara, á Þingvöllum og var þetta fyrsta skipti sem hann veiðir í vatninu og má segja að vatnið hafi tekið vel á móti honum. 

Það tók hann um tvo tíma að læra á vatnið og eftir það var nánast fiskur á í hverju kasti.  Hann veiðir djúpt og dregur mjög hægt og eru tökurnar mjög grannar þannig að erfitt er að átta sig á því þegar fiskur tekur.  Hann var að veiða einna mest á mjög mjög smáar púpur.
Hérna má sjá nokkrar myndir frá því í morgun auk þess sem fleiri myndir eru komnar í myndaalbúmið okkar.
 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þveit – búið er veiðast vel í sumar.
Næsta frétt
Syðridalsvatn í ágúst…. Veiðisaga!