Frétt fengin frá www.veidi.is
Veiðikeppni fjölskyldunnar var haldin í gær í blíðskaparveðri. Þátttaka var að vonum góð þó útskriftir og ýmsar hátíðar væru í gangi á sama tíma. Þáttakendur voru misjafnlega fisknir en um 120 fiskar skiluðu sér á land.

 
Það var Cesary Fjallkovski sem fékk stærsta fiskinn í fullorðinsflokki og veiðifélagi hans Michał Wojtas fékk verðlaun fyrir flesta fiska í sama flokki.
Hlutu þeir í verðlaun Veiðikortið, 3. & 4. bindi af Stangaveiðihandbókunum áritaðar af höfundi ásamt bakboka og veiðihatti frá versluninni Icefin og flugum frá RBV Veiðibúð.
Í unglingaflokki náðist enginn fiskur á land ef sá flokkur var jafnframt í miklum minnihluta.
 
Í barnaflokki kom, sá og sigraði hún Sigríður Þórdís Pétursdóttir, en hún var með flestu fiskana sem og stærsta fiskinn. Hlaut hún að launum tvo bikara en Veiðihornið kostaði til bikara fyrir flestu fiskana og stærsta fiskinn í barnaflokki. Einnig fékk hún stórglæsilegt Scierra fluguveiðisett frá Veiðihorninu, silungaflugur frá RB Veiðibúð, 3. og 4. bindi af Stangaveiðihandbókunum í boði ESE útgáfu, Veiðikortið, ásamt flugukastkennslu frá hinum eina sanna Dr. Fly, eða Stefáni Á. Magnússyni.
Í barnaflokki voru flestir skráðir keppendur og fengu allir keppendur þar viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína.
Á þriðja hundrað SS pylsur ruku niður í maga keppenda ásamt MS kókómjólk og gosi og gæddu þeir eldri sér einnig á dýrindis kaffi í boði frú Hildar á Grjóteyri, en aðstaðan var til mikils sóma.
 
Verslunin Icefin ásamt RBV veiðibúð komu með vörur á staðinn og sýndu á meðan og eftir kepppni við mikla ánægju keppenda sem fóru einnig í ráðagóða hornið hjá Tyrfing og Dr. Fly eftir keppni.
 
Keppnishaldarar vilja koma fram sérstöku þakklæti til þeirra sem lögðu hönd á plóginn við að gera þessa keppni að veruleika. Þeir eru:
Stangaveiðihandbækurnar, SVFR, Veiði.is, Veiðihornið, Verslunin Icefin, RB veiðibúð, Veiðikortið, MS – Mjólkursamsalan og SS – Sláturfélag Suðurlands.
Þeir sem stóðu vaktina voru Úlfar Hermannsson, Sigurberg Guðbrandsson og Unnar Þór Þórunnarson ásamt Bjarna frá veiði.is og Ingimundi frá Veiðikortinu.
 
Mynd frá Meðalfellsvatni 14. júní 2008.  Mynd. Bjarni, www.veidi.is
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Girni á víðavangi er hættulegt dýrum
Næsta frétt
Úlfljótsvatn – Cesary með tvo flotta!