Cesary skellti sér í Úlfljótsvatn seint í gær.  Mikið líf var í vatninu og frábært veður.  Minni fiskurinn á myndinni vó 8 pund en vigtin gaf sig í stærri fisknum, en hann var 74cm.  Glæsilegir fiskar það!

Fiskarnir veiddust á Black Ghost streamer sem er ein frægasta straumflugan sem notuð er í urriða og sjóbirtingi, en hún er með hvíta vængi og svartan búk með gulu skeggi og yfirleitt gulu skotti. 
Til lukku með þessa fallegu fiska!
 
Cesary veiddi þennan glæsilega fisk á Black Ghost í Úlfljótsvatni 8. júní 2008.  74cm á lengd.
 
Cesary með aflann 8. júní.  Sá minni er 8 pund!
 
Mk,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Frá Veiðikeppni fjölskyldunnar 14. júní.
Næsta frétt
14 punda urriðinn var merktur!