Nú má segja að vötnin séu að taka við sér.  Halldór Ingi fékk glæsilega bleikju í Úlfljótsvatni og veiðimenn hafa einnig verið að fá glæsilega veiði í Langavatni á Mýrum.  

 
Veiðimaður sem búinn er að fara tvisvar í Langavatn nýlega fékk á fimmta tug fiska og voru stærstu fiskarnir tveir 4,5 punda urriðar.
Annar veiðimaður sem sendi okkur skýrslu gerði góða ferð í Kleifarvatn á Reykjanesskaga, en hann fékk 7 fiska milli 1 og 2 pund á svartan og silfraðan Toby.
Bleikjuveiðin á Þingvöllum hefur verið að taka við sér og eru menn farnir að fá fína veiði, aðallega á púpur með kúluhausum.
Halldór Ingi sendi okkur meðfylgjandi mynd úr Úlfljótsvatni, en hann fékk 5 punda bleikju rétt hjá Kirkjunni. 
 
Halldór Ingi með fallega 5 punda bleikju úr Úlfljótsvatni 21. júní 2008.

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatn – Glæsileg veiði.
Næsta frétt
Girni á víðavangi er hættulegt dýrum