Það eru fallegir fiskar í Kleifarvatni og talsvert borið á því síðustu daga.  Cezary og Michal eru búnir að vera duglegir að stunda Kleifarvatn í sumar sem og önnur vötn.  Síðustu 7 daga eru þeir búnir að fara 4 sinnum og fá 35 stórfiska, 8-12 punda urriða.  Einnig fengu þeir fína fiska þar fyrr í sumar.  Bleikjan er einnig mjög væn í Kleifarvatni og hafa þeir verið að fá talsvert af bleikju líka.

 
Einnig hafa þeir verið að fá fína veiði í Úlfljótsvatni upp á síðkastið, en þeir hafa fengið nokkra 8+ urriða þar í sumar. 
Cezary bendir á að nauðsynlegt sé að vera hreyfanlegur við veiðarnar.  Lítið þýði að veiða lengi á einum stað ef að ekkert er að gerast.  Hann fer hratt yfir til að finna hvar fiskur er og þá fyrst er hægt að staldra við. 
Hér fyrir neðan eru tvær myndir af boltaurriðum úr Kleifarvatni í sumar sem Michal veiddi. 
 
Michal Wojtas með glæsilegan 12 punda urriða veiddan í 
Kleifarvatni 11. júlí 2008.
 
Michal Wojtas með annan tröllvaxinn urriða úr Kleifarvatni sem hann fékk
í júní 2008.
 
Veiðikortið þakkar kærlega fyrir afnot af myndunum og óskar eftir fleiri myndum frá veiðimönnum, hvort heldur sé falleg náttúra við vötnin, fiskar eða fólk.

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Laxveiði í Meðalfellsvatni
Næsta frétt
Héðan og þaðan 30. júní