Veiðikortið, SVFR, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Veiðifélag Elliðavatns standa fyrir sumarhátíð veiðimanna.

Dagskráin verður í höndum fræðslunefndar og Ungmennafélags SVFR auk Skógræktarfélags Reykjavíkur þar sem margt skemmtilegt og fræðandi verður í boði fyrir börn og fullorðna.
Aðilar frá SVFR verða veiðimönnum innan handar og veita góð ráð milli 11-13. Hvetjum alla til að taka með sér veiðistangir. Þeir sem vilja taka þátt í skemmtilegum pödduratleik mega taka með sér krukku og sílaháf en eitthvað verður þó til á staðnum. Veiðifélag Elliðavatns býður upp á veiði í vatninu meðan hátíðin stendur yfir.

Dagskrá:

Kl. 10:00 – 11:00 Veiði og lífríki Elliðavatns
Caddisbræður og Óli Urriði verða með sína árlegu fræðslukynningu og umræðu. Sérstakir gestir verða Örn Hjálmarsson og fleiri Elliðavatnssnillingar.

Kl. 11:00 – 12:00 Skógarþrautir
Skógarþrautir með Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Varðeldur og sykurpúðar ef gróður verður ekki of þurr.

Kl. 12:00 – 13:30 Veiðihátíð krakkanna

Kl. 12:00 Fræðsluefni fyrir börn á myndrænu formi sem er unnið af Óla Urriða.
Kl. 12:30 Lífríkið skoðað, léttur og skemmtilegur ratleikur við Elliðavatnsbæinn.
Kl. 13:00 Grillaðar pylsur.

 

Vinsamlegast kíkið á viðburðinn á FB – þar sem hægt er að skrá sig.

Gleðilegt sumar og góða skemmtun!

Smelltu til að sjá auglýsinguna betur.
Fyrri frétt
Sumarhátíð við Elliðavatn sumardaginn fyrsta!
Næsta frétt
Urriðinn að sýna sig í Þingvallavatni!