Gleðilega páska kæru veiðimenn,

Í morgun opnaði fyrir veiði í Meðalfellsvatni en vatnið er jafnan sérlega gott vorveiðivatn. Eftir óvanalega gott vor má ætla að margir veiðimenn leggi leið sína í vatnið. Við minnum veiðimenn á að skrá í bók og að sleppa öllum niðurgöngulaxi.

Á morgun, páskadag, hefst veiði í Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsin á Þingvöllum og því tilvalið fyrir veiðimenn að skella sér þangað og reyna við stórurriðann. Við minnum á að það má aðeins veiða með flugu og flugustöng til 1. júní og öllum urriða skal sleppt.

Einnig má benda á að Kleifarvatn opnaði fyrir stuttu fyrir veiði og Gíslholtvatn er skemmtilegt í apríl. Vötnin á Snæfellsnesi eru einnig frábær valkostur og má þar benda á Hraunfjörðinn og Hlíðarvatn í Hnappadal.

Einnig viljum við minna veiðimenn á að skrá afla í rafrænu veiðibókina.

Góða skemmtun!

Fyrri frétt
Páskaveiði um helgina og fleiri vötn að opna fyrir veiði!
Næsta frétt
Kleifarvatn opnar fyrir veiði 15. apríl