Það er góð veiði í vötnunum þessa dagana.  Þorgils Bjarni skellti sér á Þingvelli í landi Ölfusvatns í gær og fékk þennan  fallega 14 punda urriða á svartan Toby.

 
 
Hér er Þorgils Bjarni með glæsilegan 14 punda urriða sem hann fékk á svartan Toby
Krummi skellti sér í Úlfljótsvatnið ásamt ungum og áhugasömum veiðimann.  Það 7 júlí fengu þeir glæsilegan 19,2 punda urriða sem var 88 cm að lengd og þvermálið á homum var um 50 cm.  Þeir fóru aftur þann 19. júní og fengu þessar fínu bleikjur – sjá myndir hér fyrir neðan.
 
Glæsilegur rúmlega 19 punda urriða sem veiddist í Úlfljótsvatni 7. júní. 
 
Glæsilegar bleikjur sem Krummi fékk á Úlfljótsvatni 19. júní.  Bleikjurnar voru í kringum 2 pund.
Einar hjá Veiðiheim skaust upp á Þingvelli um síðustu helgi í blíðskaparveðri.  Það virtist vera nóg að fiski en hann var tregur að taka.  Eftir að hafa kannað aðstæður og það sem fiskurinn var að borða (sjá púpuna á mynd) þá minnkaði hann flugustærðina niður í 18 og þá fyrst fór fiskurinn að taka.
 
Það var fallegt veður síðustu helgi á Þingvöllum.  Mynd Einar Guð.
 
Á þessari mynd má sjá púpuna sem fiskurinn var að borða (miðjunni).  Þá var bara að finna svipaðar flugur.
 
Bleikjan byrjaði fljótt að taka um leið og hún fékk rétta agnið.
Við þökkum fyrir innsendar myndir og óskum að sjálfsögðu eftir fleiri myndum.  Viljum einnig ítreka að hægt að skrá afla á www.veidibok.is  
 
Mk,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fluguveiði er ekki bara bara karlasport! – Veiðin að glæðast með hækkandi hita.
Næsta frétt
Líflegt á bökkum vatnanna – fréttir héðan og þaðan.