Það er fátt betra en að njóta lífsins út í náttúrunni.  Rögnvaldur Rögvaldsson skaust á Þingvelli ásamt syni sínum.  Eftir vel heppnaðar stundir í vatninu og eftir að þeir höfðu fengið nokkrar fallegar bleikjur fannst syninum alveg tilvalið að leggja sig um stund á bakkanum.  Það er nákvæmlega þetta frelsi í bland við íslenska náttúru sem gerir vatnaveiðina að sælustund.

Fátt betra en að "taka kríu" út í íslenskri náttúru eftir góðan veiðidag.
 
Ein af bleikjunum sem þeir feðgar fengu í vatninu fyrir skömmu.  Þessi er í góðum holdum!
Góða veiðihelgi,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Héðan og þaðan. Vænar bleikjur í Þingvallavatni
Næsta frétt
Fleiri fallegar bleikjur frá Þingvöllum!