Nú er skemmtilegur tími að ganga í garð í vatnaveiðinni þar sem daginn er farið að stytta þá verður kvöldbirtan og ljósaskiptin oft mögnuð, þá sérstaklega í urriðavötnum. 
Svo virðist sem urriðinn á Þingvöllum sé farinn að nálgast land aftur eftir sumardvöl í djúpinu.  Það má lesa um það á www.veidibok.is að veiðimaður hafi fengið 7 kg urriða þar fyrir

 nokkrum dögum.  Mjög góð bleikjuveiði hefur verið á Þingvöllum í sumar og er ennþá, en við viljum hvetja veiðimenn til að drepa ekki mikið af hrygningarbleikjunni, enda er hún ekki mjög góður matfiskur svona rétt fyrir hrygningu.
 
Veiðimaður með fallega 6.6 punda bleikju á Þingvöllum sem hann veiddi nýlega.
 
Einnig er mikið um að vera í Hraunsfirði þessa dagana en þeir félagar í Veiðifélaginu Kvisti lentu í mikilli bleikjuveislu þar nýverið.  Þeir voru þrír og fengu um 80 bleikjur.  Hægt er að lesa meira um það ævintýri hér.  Gaman að þessu og skemmtilegur tími framundan í Hraunsfirði.
 
Klassískar sjóbleikjur úr Hraunsfirði.
Í næsta nágrenni við Hraunsfjörð eru Baulárvallavatn og Hraunsfjarðarvatn en þau eru sérstaklega skemmtileg þegar menn geta notið ljósaskiptanna, en þá kemur urriðinn oft upp á grynningarnar og gjarnan í tökustuði. 
 
Af Meðalfellsvatni er það að frétta að menn hafa verið að fá eitthvað af laxi þó má reikna með að það sé ekki eins mikill lax í vatninu eins og undanfarin ár, líkt og algent er í laxveiðiánum.  Einnig hafa menn orðið varir við laxa í vötnunum í Svínadal. 
 
Á vef mbl.is er sagt frá góðri sjóbleikjuveiði í Hópinu og má ætla að bleikjan sé farin að sýna sig í auknu mæli.
Það er því nóg af spennandi kostum fyrir næstu daga og vikur í veiðinni og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Hvetjum veiðimenn til að skrá afla á veidibok.is eða hér á vefnum með því að sækja veiðiskýrslu til útfyllingar.  Einnig eru allar fréttir og myndir vel þegnar á netfangið veidikortid@veidikortid.is
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 
Ljósaskipti í Hópinu.
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Urriðadans á Þingvöllum laugardaginn 13. október
Næsta frétt
Veiðisaga úr Hraunsfirði – flottir fiskar úr Hólmavatni og Þingvallavatni