Laugardaginn 13. október næstkomandi mun Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum ehf. fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um atferli stórurriðans í Öxará. Gönguferðin hefst klukkan 14:00 á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð.

 
Fjallað verður um virkni fiskteljarans sem er þar undir brúnni, síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.
Að lokinni sýningu í Öxará verður farið í Fræðslumiðstöðina við Hakið þar sem Jóhannes flytur erindi um Þingvallaurriðann með tilheyrandi myndasýningu.
Hvetjum veiðimenn til að fara í þessa göngu en hún hefur notið aukinna vinsælda með hverju árinu sem líður.
 
Mikill fjöldi var samankominn í október í fyrra að skoða urriðana hjá Jóhannesi.
 
Nokkrir höfðingjar komnir í búrið.
 
Jóhannes með einn tignarlegan í fanginu frá 2010.     Myndir: Cezary Fijalkowski 2011 og 2010
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Elliðavatn komið í Veiðikortið – Fréttatilkynning
Næsta frétt
Skemmtilegur tími að detta inn – urriðinn farinn að sýna sig eftir hlé!