Sauðlauksdalsvatn er eitt af náttúperlum Vestfjarða. Í næsta nágrenni við Rauðasand og Látrabjarg í um hálftíma fjarlægð frá Patreksfirði, liggur Sauðlauksdalsvatn umlukið hvítum skeljasandi sem er einkennandi fyrir svæðið. Mario Ís hefur verið duglegur að veiða í Syðridalsvatni og það hefur heldur betur borgað sig, það hefur verið tiltörlega rólegt í sumar en fiskarnir sem hann er að veiða eru svakalegir! Stærsta bleikjan sem hann hefur fengið í sumar var 62cm og 4 kíló! Ekki er bara bleikju að fá heldur hefur Mario misst stórlax sem tók spún, hann straujaði út á mitt vatn áður en hann náði að slíta sig lausan.