Það hefur heldur betur lifnað yfir vatnaveiðinni síðust daga og greinilegt að vætan og hækkandi hiti hefur góð áhrif á lífríki vatnanna.
Veiðimenn hafa verið að fá fína veiða hvort heldur er fyrir sunnan, vestan, norðan og austan.
Andri Fannberg hefur verið duglegur á Þingvöllum og víðar. Hann er einn af mörgum sem er duglegur að birta myndir á Instagram af ferðum sínum.
Við hvetjum veiðimenn til að fylgjast með honum þar undir nafninu andrifannberg.
Kuðungableikjan í Þingvallavatni er mætt og farin að veiðast í meira magni með degi hverjum og draumatími bleikjuveiðimannsins að ganga í garð bæði þar sem og í Úlfljótsvatni.
Gott skot var í Hraunsfirði í gær, en þar fékk veiðimaðurinn Helgi Sigurðsson fékk 10 fallegar bleijkur þar í gær og voru flestar vænar 45-55 cm bleikjur.
Góð veiði hefur einnig verið upp á Skagaheiði og Elliðavatn hefur staðið fyrir sínu það sem af er sumri. Þar hefur væn bleikja verið áberandi sem og vænn urriði.
Við hvetjum veiðimenn til að vera duglegir að senda okkar myndir og einnig að birta veiðimyndir á Instagram með myllumerkinu #Veidikortid
Andri Fannberg að glíma við bleikju á Þingvöllum fyrir fáeinum dögum.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments