Einn besti tíminn í vatnaveiðinni er að nálgast. Þegar skordýralíf fer á fullt og gróður færist í fullan blóma þá fer silungur í vötnum landsins á mikla hreyfingu og færist nær landi þar sem jafnan má finna mestu fæðuna.

Nú þegar hefur tímabilið gengið vel það sem af er. Urriðaveiðin í Þingvallavatni hefur gengið vel og margir rígvænir fiska allt upp í 20 pundin hafa komið á land. Einnig voru veiðimenn að fá fallega urriða í Úlfljótsvatni og Kleifarvatni.

Hraunsfjörður virðist vera að detta í gang en þar er júlí og ágúst jafnan vinsælasti tíminn, en þar hafa menn verið að fá fína veiði inn á milli. Árni Kristinn Skúlason og Auke van der Ploeg kíktu þangað í vikunni og fengu 6 bleikjur. Hér koma nokkrar myndir frá þeim.


Árni Kristinn Skúlason með fallega Hraunfjarðarbleikju í vikunni.


Auke van der Ploeg að virða fyrir sér veiðistaði í Hraunsfirði. Þeir félagarnir fengu 6 bleikjur á þriðjudaginn.

Hreðavatn hefur verið "spútnikvatn" tímabilsins, er þar hefur verið gríðarlega mikil veiði. Veiðimenn hafa jafnvel verið að fá tugi fiska á nokkrum klukkutímum og vænum fiskum inn á milli. Við heyrðum í veiðimönnum um daginn sem kvörtuðu undan óvenju mikilli flugu þannig að við hvetjum veiðimenn til að taka flugnanet með sér.

 

Skagaheiðinu hefur einnig verið að gefa feykivel og höfum við séð margar myndir frá veiðimönnum á samfélagsmiðlum sem hafa gert góða veiði á heiðinni. Hörður Heiðar og Ágúst Orri Ágústsson kíktu á heiðin fyrir fáeinum dögum og veiddu vel. Fiskar yfir 50 cm komu á land.


Hörður Heiðar með einn af mörgum urriðum sem hann veiddi upp á Skagaheiði (Ölvesvatni og nágrannavötnum) á dögunum.


Ágúst Orri Ágústsson, veiðifélagi Harðar með fínan urriða.


Hér má sjá nokkrar vænan urriða sem þeir félagar fengur í ferðinni.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
17. júní við Elliðavatn – Þjóðhátið
Næsta frétt
Tafir á póstsendingum